Þjálfun er okkar verkfæri til þess að kalla það besta fram í okkur sjálfum og okkar nánustu. Góður þjálfari stækkar og þroskar umhverfi sitt. Umhverfið getur þó líka gert starf þjálfarans krefjandi, lagt fyrir hann ýmsar hindranir og einangrað hann. Okkar markmið er að hjálpa þjálfaranum, styrkja hann og gefa honum tæki og tól til þess að verða meiri en hann gæti annars orðið.
Um Okkur
Hilmar Árni Halldórsson
- Starfar sem yngriflokkaþjálfari hjá strákum og stelpum
- Er með MA-gráðu í heimspeki
- Leikmaður til fjölda ára í efstu deild karla í knattspyrnu
- Lék fyrir A-landslið Íslands
Arnar Guðjónsson
- Afreksstjóri Körfuknattleikssambands Íslands
- Þjálfað meistaraflokka bæði á Íslandi og í Danmörku, karla og konur
- Starfaði sem aðstoðarþjálfari hjá íslenska og danska landsliðinu